Aukin umferð úti á landi

Menn, skepnur og bílar á ferð á Snæfellsnesi.
Menn, skepnur og bílar á ferð á Snæfellsnesi. mbl.is/RAX

Umferð hefur aukist mikið á svæðum utan hringvegarins, það er á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum, að sögn Vegagerðarinnar.

Frá áramótum jókst umferðin um 27% á Snæfellsnesi, 20% á Vestfjörðum og 18% á Austfjörðum, miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um umferðaraukninguna á landinu í Morgunblaðinu í dag.

Umferð á Snæfellsnesi var 25% meiri í nóvember sl. en í sama mánuði í fyrra. Mest jókst umferðin um mælisnið við Hraunsmúla í Staðarsveit, um 34%. Útlit er fyrir að umferðin á Snæfellsnesi verði 28% meiri á þessu ári en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert