Ferðaþjónustuþorp til sölu

Frá Laugum í Sælingsdal.
Frá Laugum í Sælingsdal. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég tel að ekki séu mörg svona tækifæri í boði,“ segir Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun. Hann hefur í fyrsta skipti á löngum ferli fengið til sölu heilt ferðaþjónustuþorp, Laugar í Sælingsdal.

Á Laugum var áður rekinn grunnskóli með heimavist. Á seinni árum hefur þar verið rekið sumarhótel á vegum Hótels Eddu og skólabúðir Ungmennafélags Íslands fyrir börn í 9. bekk grunnskóla að vetrinum. Þar er skólahús, hótel, íþróttasalur, 25 metra löng sundlaug og fjögur einbýlishús.

Ásett verð er 530 milljónir fyrir allar eignirnar og telur Sverrir að það sé raunhæft verð.

Hann bendir á að þorpið sé í fallegu umhverfi og stutt í náttúruperlur og sögustaði. Staðurinn bjóði upp á mikla möguleika fyrir fólk í ferðaþjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert