Fór að berja í lögreglubifreið

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af karlmanni í annarlegu ástandi við veitingahús við Laugaveg í Reykjavík á sjötta tímanum í gær.

Maðurinn hafði verið að áreita gesti staðarins og var að lokum vísað þaðan út. Maðurinn fór þá að að berja í lögreglubifreið og var þá handtekinn. Við leit á honum fundust ætluð fíkniefni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Einkum vegna einstaklinga undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Karlmaður var handtekinn um klukkan tvö í nótt grunaður um að valda skemmdum á leigubifreið. Var hann í annarlegu ástandi.

Ölvaður maður var einnig handtekinn skömmu fyrir klukkan fimm vegna gruns um brot á vopnalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert