Hækkar umfram verðlag

Áfengisgjaldið hefur hækkað vel umfram almennar verðhækkanir.
Áfengisgjaldið hefur hækkað vel umfram almennar verðhækkanir. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Áfengisgjöld hafa tvöfaldast frá því í september 2008, rétt eftir hrun, sé boðuð hækkun um áramótin tekin með.

Félag atvinnurekenda vekur athygli á þessu í frétt á vef sínum og bendir á að vísitala neysluverðs hafi á sama tíma hækkað um 39%. Áfengisgjaldið hefur því hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag í landinu.

Í september 2008 var áfengisgjald á sentílítra hreins vínanda í léttvíni 52,8 krónur. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 verður það 106,8 krónur, eða liðlega tvöfalt hærra. Áfengisgjaldið fyrir sterkt vín fer úr 70,8 krónum fyrir hrun í 144,5 kr. á næsta ári og hækkar því um 104%. Þá hækkar gjaldið af bjór úr 58,70 kr. í 117,3 kr. sem er tvöföldun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert