Horft verði til greinarinnar

Ferðamenn á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi
Ferðamenn á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það eru sannarlega blikur á lofti. Menn hafa af þessu miklar áhyggjur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um áhrif styrkingar krónunnar á hagsmuni fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Málið var mikið rætt á fundi SAF í vikunni. Eins og kom fram í viðtali við Friðrik Pálsson, hótelstjóra Hótel Rangár, í blaðinu í gær óttast menn mjög afleiðingar áframhaldandi styrkingar krónunnar og tala jafnvel um hrun.

„Við höfum miklar áhyggjur af því óstöðuga rekstrarumhverfi sem greinin býr við, jafnt gagnvart styrkingu krónunnar, auknum launakostnaði, vaxtakostnaði og annarri umgjörð og innviðauppbyggingu,“ segir Helga. Spurð að því hvort fyrirtækin geti lækkað verð til að draga úr áhrifum styrkingar gengis íslensku krónunnar segir Helga það hægara sagt en gert. Arðsemin standi vart undir þeirri miklu gengisstyrkingu sem orðið hafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert