Jólin hátíð hefða og sælkera

Villibráð er vinsæll jólamatur.
Villibráð er vinsæll jólamatur. mbl.is/Jim Smart

Sælkeramatur á sennilega aldrei eins vel við og á jólum enda gera margir þá vel við sig í mat og drykk.

Hefðin er samt rík og hamborgarhryggur og hangikjöt eru ríkjandi á jólaborðum landsmanna. Villibráð og vegan-grænmetisréttir sækja samt á og lúxus-nautakjöt á stöðugt fleiri aðdáendur, að því er fram kemur í umfjöllun um jólamatinn í Morgunblaðinu í dag.

Hinrik Ingi Guðbjarnarson hjá Ó. Johnson & Kaaber segir að þótt fólk sé fast í jólahefðum séu stöðugt fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Hreindýrakjöt sé einna vinsælast, en wagyu-nautakjöt frá Japan heilli æ fleiri og mesta aukningin sé í bandarísku, séröldu nautakjöti af Black-Angus kyni, en það fáist aðeins á veitingastöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert