Ræktendur ársins og smágúrkur í gróðurhúsi

Hjónin Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir og synirnir Andri, til …
Hjónin Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir og synirnir Andri, til vinstri og Hjalti. mbl.is/Styrmir Kári

Hjónin Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir á Laugalandi í Borgarfirði voru í vikunni valin ræktendur ársins hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Með Hjalta syni sínum reka þau eina af stærri garðyrkjustöðvum landsins og einbeita sér að agúrkurækt. Framleiðslan á ári hverju er um 350 tonn og fer varan í verslanir víða um land.

Það nýjasta í búskapnum á Laugalandi er ræktun á svonefndum smágúrkum. Hefðbundnar gúrkur eru að jafnaði 38 cm langar en hin nýja afurð er 12 cm löng og mjórri í sama hlutfalli. „Við vildum prófa okkur áfram með nýjungar og fórum að stað með þetta verkefni í vor,“ segir Þórhallur. „Ræktunin hefur verið í smáum stíl að undanförnu, en við höfum aukið hana jafnt og þétt í samræmi við hvernig markaðurinn svarar og tekur á móti. Fólki líkar vel og rómar bragðgæðin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert