Sjöfaldur styrkur svifryks í Reykjavík

Svifryk er yfir mörkum á stóru svæði í Reykjavík.
Svifryk er yfir mörkum á stóru svæði í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Styrk­ur svifryks er yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í Reykja­vík í dag. Við loftgæðamælistöðina á Grensásvegi mælist styrkurinn 366,4 µg/​m3 sem er rúmlega sjö sinnum meira en 50 µg/​m3 mörkin leyfa.

Styrkurinn er einnig yfir mörkum við loftgæðamælistöðina við Eiríksgötu eða 86,28 50 µg/​m3.

Á þriðju stöðinni, sem er í Rofabæ, er styrkurinn 30,46 µg/​m3 og því undir heilsuverndarmörkum. Fjórða stöðin er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en hún liggur niðri vegna bilunar.

Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að svifryk á Grensásvegi hefur verið yfir mörkum frá því fyrir klukkan átta í morgun. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Reykjavíkurborgar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert