Tveir teknir með fölsuð skilríki

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tveir einstaklingar voru teknir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þar segir að um hafi verið að ræða svonefnd breytifölsuð ítölsk kennivottorð. Það þýðir að raunverulegum skilríkjum hafi verið breytt með það fyrir augum að annar einstaklingur geti notað þau en þau voru gefin út fyrir. 

Mennirnir, sem ferðuðust saman, sögðust hafa keypt skilríkin á 700 evrur stykkið. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert