Lögregla á leið að Hvaleyrarvatni

Lögregla er nú á leiðinni að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð vegna ábendingar sem barst um að þar hefði fundist mannslík. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann segir að óstaðfest sé hvort ábendingin sé rétt.

Að sögn Gríms er talsverður hópur fólks samankominn við vatnið, sem er hvorki á vegum lögreglu né björgunarsveita.

Spurður hvort þessi aðgerð tengist leitinni að Birnu Brjánsdóttur segist Grímur ekki geta staðfest það.

Uppfært 1:03

Lög­reglu­menn, sem fóru að Hval­eyr­ar­vatni við Hafn­ar­fjörð skömmu eft­ir miðnætti, eft­ir að ábend­ing barst um lík­fund þar hafa ekk­ert fundið. Svo virðist sem orðróm­ur á sam­fé­lags­miðlum hafi orðið til þess að þessi ábend­ing kom fram, að sögn Gríms Gríms­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Frétt mbl.is - Ekkert fundist við Hvaleyrarvatn

Af blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Grímur Grímsson til …
Af blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Grímur Grímsson til vinstri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert