Ekkert óvenjulegt við skil á bílnum

Lörgegla lagði hald á rauða Kia Rio-bílinn á þriðjudaginn.
Lörgegla lagði hald á rauða Kia Rio-bílinn á þriðjudaginn.

Rauði bílaleigubíllinn sem lögregla lagði hald á í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur var í útleigu í rúman sólarhring og bar ekki á neinu óvenjulegu þegar honum var skilað að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar. 

Frétt mbl.is Nýjar upptökur komið fram

Frétt mbl.is: Rauði bíllinn tengdur grænlensku skipi

Steingrímur Birgisson forstjóri sagði að þegar í ljós kom að lögreglan leitaði að fimm dyra rauðum Kia Rio hafi bílaleigan athugað málið í samráði við bílaumboðið Öskju. Nokkrir bílar komu til greina og var haft samband við lögreglu. 

„Þá höfðum við samband við lögreglu og gáfum upp viðkomandi bílnúmer. Það voru ekki margir bílar sem komu til greina og þessi var leigður út í Hafnarfirði,“ sagði Steingrímur. Hann vísaði á bug sögusögnum um að bíllinn hafi verið klórhreinsaður fyrir skil. 

Rauði bíllinn er enn í vörslu lögreglu en hann var kominn í leigu til óviðkomandi aðila við fundinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert