Halda skipverjunum aðskildum

Lögregla leiðir einn hinna grunuðu frá borði Polar Nanoq nú …
Lögregla leiðir einn hinna grunuðu frá borði Polar Nanoq nú í kvöld. mbl.is/Eggert

Græn­lenski tog­ar­inn Pol­ar Nanoq kom  til Hafn­ar­fjarðar á tólfta tímanum í kvöld eft­ir um sól­ar­hringssigl­ingu. Búið er að leiða skipverjana þrjá sem hafa stöðu grunaðra í málinu frá borði og hafa þeir verið fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eru þeir all­ir grunaðir um að búa yfir upp­lýs­ing­um um hvarf Birnu Brjáns­dótt­ur aðfaranótt laug­ar­dags.

Nokkr­ir lög­reglu­menn fylgja hverj­um hinna grunuðu, en mönn­un­um virðist vera haldið aðskildum.

Bílalest fólks sem hafði fylgst með aðgerðum lögreglu í kvöld, elti lögreglu upp á Hverfisgötu. Þá hljóp strákur inn í bílaport lögreglu með myndavél er fyrsti lögreglubíllinn kom með mennina á lögreglustöðina og ýtti lögregla honum út af svæðinu.

Nokkur hópur lög­reglu­manna er enn vett­vangi, en fyrr í kvöld var greint frá því að tækni­deild lög­regl­unn­ar myndi skoða skipið er það kæmi til hafnar.

Farið var með skipverjana á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Hér sjást …
Farið var með skipverjana á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Hér sjást lögreglumenn yfirgefa bílana. mbl.is/Árni Sæberg

Skipinu var snúið við á leið sinni til Grænlands í gær eftir að lög­regl­an óskaði eft­ir að skipið kæmi hingað til lands aft­ur. Um há­degi í dag voru tveir skip­verj­ar um borð hand­tekn­ir af sér­sveit­ar­mönn­um rík­is­lög­reglu­stjóra og síðar um daginn var greint frá því að þriðji skipverjinn hefði verið hand­tek­inn. Eru þeir all­ir grunaðir um að búa yfir upp­lýs­ing­um um hvarf Birnu Brjáns­dótt­ur aðfaranótt laug­ar­dags.

Sett­ir voru upp gám­ar til að tak­marka sýn að skip­inu og þá lokaði lög­regl­an hafn­ar­svæðinu. Fjöl­miðlafólki var þó hleypt ör­lítið nær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert