Komnir á Hverfisgötu til yfirheyrslu

Við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Við lögreglustöðina á Hverfisgötu.

Þrír lögreglubílar með þremur skipverjum á Polar Nanoq sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur eru komnir að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Þar munu þeir verða yfirheyrðir. Nokkur fjöldi fólks fylgdi lögreglubílum úr Hafnarfirði og þá voru einhverjir fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Meðal annars hafa einhverjir klifrað á girðingunni í kringum bílaplan stöðvarinnar til að sjá hvað þar fer fram.

Mennirnir voru leiddir úr lögreglubílum inn í lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Mennirnir voru leiddir úr lögreglubílum inn í lögreglustöðina á Hverfisgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar fyrsti lögreglubíllinn kom inn á bílaplanið hljóp maður með myndavél inn í portið en var stöðvaður af lögreglumönnum.

Hinir grunuðu voru leiddir út úr bifreiðunum með stuttu millibili og eru nú allir komnir inn á lögreglustöðina.

Fólk safnaðist saman við bílaportið hjá lögreglustöðinni.
Fólk safnaðist saman við bílaportið hjá lögreglustöðinni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert