Sleppa við að greiða gjöld af olíu

Varðskipið Þór fyllti olíutankana í Færeyjum.
Varðskipið Þór fyllti olíutankana í Færeyjum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Íslensk skip sem kaupa eldsneyti í erlendum höfnum sleppa við að greiða kolefna- og virðisaukaskatt og flutningsjöfnunargjald. Það er að mínu mati helsta ástæðan fyrir því að varðskipið Þór fékk hagstæðari kjör í Færeyjum en á Íslandi á dögunum.“

Þetta segir Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís í Morgunblaðinu í dag vegna fréttar blaðsins um að varðskipið Þór hafi siglt til Færeyja til að kaupa skipaeldsneyti.

Jón tekur tilbúið dæmi. Ef grunnverðið er 60 krónur fyrir lítrann á Íslandi og Færeyjum og Gæslan væri að taka olíu á varðskipin hér þyrfti hún að borga kolefnagjald sem er 6,30 krónur, 76 aura í flutningsjöfnunargjald og svo kemur virðisaukaskattur ofan á sem er 16 krónur. Þannig að hér á Íslandi bætast við 22-23 krónur og verðið væri því komið í 82-83 krónur lítrinn.

Skýringin er sú að sögn Jóns, að reglurnar eru þær að ef skip tekur olíu einu landi og næsta viðkomuhöfn er í öðru landi borgar viðkomandi útgerð hvorki kolefnagjald né virðisaukaskatt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert