Þyrla Gæslunnar sveimar yfir Reykjarnesi

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór yfir Reykjarnesið nú síðdegis í tengslum við …
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór yfir Reykjarnesið nú síðdegis í tengslum við leitina á Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert

Þyrla Landhelgisgæslunnar var látin sveima yfir Hvalfjarðarlóni og Reykjanesi um fimmleytið í dag í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til frá því aðfaranótt laugardags.

Ekki fékkst upp gefið hvort þyrlan hefði verið kölluð út vegna einhverrar nýrrar vísbendingar, en þyrlan var ekki lengi á ferð.

Björgunarsveitir slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið við leit Strandarheiði í dag og var tilkynnt nú síðdegis að sér­hæft leitar­fólk héldi áfram leit á og við vega­slóða á Reykja­nesi fram eft­ir kvöldi.

Haft hefur verið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni yfirlögregluþjóni að fleiri en einn hund­ur hafi sýnt áhuga á svæðinu, þar sem leitað hefur verið án ár­ang­urs til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert