Möttulstrókurinn undir Íslandi sýndur

Haldið var reisugildi í sýningarhúsinu á Hvolsvelli í gær.
Haldið var reisugildi í sýningarhúsinu á Hvolsvelli í gær. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Möttulstrókurinn undir Íslandi verður á sýningu í Lava - Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands sem verið er að koma upp á Hvolsvelli. Þótt hann sé í smækkaðri mynd sést samt á hlutföllunum, þegar Íslandi er stillt ofan á hann, hversu stór hann er.

Húsið hefur risið á skömmum tíma og unnið er á fullu að frágangi innanhúss. Í gær var haldið reisugildi. Að því loknu var opið hús fyrir íbúa Hvolsvallar og nágrennis.

„Við höfum kynnt hugmynd og framkvæmd fyrir íbúunum alveg frá upphafi. Það hefur skilað sér í að við höfum alla tíð fengið góðan hljómgrunn,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lava. Starfsemin á að hefjast 1. júní nk., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert