Tinna fannst dauð

Tinna er blend­ing­ur af dvergschnauzer og míní­púðlu.
Tinna er blend­ing­ur af dvergschnauzer og míní­púðlu. Ljósmynd/Andrea

Hundurinn Tinna, sem hefur verið týndur frá 30. desember, fannst dauður við höfnina í Keflavík í dag. Hundurinn fannst undir grjóti og var með áverka á hausnum. Annar eigandi hans, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, tilkynnti um fundinn á Facebook-síðunni Leitin að Tinnu Keflavík/Reykjanes. 

„Nú í dag fannst Tinna okkar því miður látin við smábátahöfnina í Keflavík. Þar hafði hún verið sett undir u.þ.b. 10 kg grjót og er greinilegt að andlát hennar sé af mannavöldum. Við höfum ekki nánari útskýringar á því af hverju eða hvernig Tinna lést, nema að hún hefur höfuðáverka sem af dýralæknum að dæma eru hugsanlega ekki eftir bíl. En það er ekki vitað,“ segir í tilkynningunni. 

Hér er facebook-síðan um leitina. 

Fjölmargir tóku þátt í leitinni að Tinnu. 

Frétt mbl.is: „Myndi aldrei leggja svo­leiðis á fólk“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert