Polar Nanoq lagði frá bryggju í kvöld

Grænlenski togarinn Polar Nanoq.
Grænlenski togarinn Polar Nanoq. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagði frá bryggju í Hafnarfirði um klukkan hálfellefu í kvöld. Rúv greinir frá þessu og hefur eftir vefsíðunni Marine Traffic.

Fyrr í dag sendi fyrirtækið sem gerir út togarann, Polar Seafood, út yfirlýsingu þar sem kom fram að skipið héldi bráðlega úr höfn.

Þar kom einnig fram að stórum hluta áhafnarinnar hafi verið skipt út. Hluti áhafnarinnar hafi kosið að snúa heim í stað þess að halda aftur út á sjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert