Slasaðist í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um vinnuslys í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík klukkan 18.25 í gærkvöldi. Var maður fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en hann hafði fallið aftur fyrir sig úr ökutæki í álverinu.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi kennt sér meins í hné eftir fallið, sem var um það bil 1,3 metrar, en ekki fótbrotnað.

„En það er regla hjá okkur að kalla til sjúkrabíl ef það eru einhver óhöpp hérna, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur.“

Hann segir það forgangsmál „númer eitt, tvö og þrjú“ að hafa öryggi starfsfólks í lagi.

„Við skráum öll slys hjá okkur, og meira að segja ef það verður næstum því slys, þá skráum við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert