Reyndi að stinga af á hlaupum

Nokkrir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni um fimmleytið í nótt …
Nokkrir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni um fimmleytið í nótt til að elta uppi mann sem reyndi að flýja á hlaupum. Handsömuðu lögreglumenn hann við Osta- & smjörsöluna. Mynd/Pressphotos.biz

Átta ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt  Öllum var sleppt að loknum sýnatökum nema einum. Sá reyndi að stinga lögreglu af og ók meðal annars á lögreglubíl með þeim afleiðingum að lögreglumaður slasaðist.

Lögreglumaðurinn slasaðist á fæti og þurfti á bráðamóttöku til þess að láta gera að sárum sínum. Ökumaðurinn náðist að lokum við Bitruháls eftir að hafa hlaupið frá bifreiðinni. Hann er kærður fyrir fjöldann allan af umferðar- og hegningarlagabrotum, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert