Sandra Rán nýr formaður SUF

Sandra Rán Ásgrímsdóttir.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir.

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, 26 ára sjálfbærniverkfræðingur, er nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF). Sandra Rán er fimmta konan til að gegna embætti formanns SUF í 79 ára sögu sambandsins.

„Það er mikill heiður að vera kjörinn formaður og ég er spennt að fá að takast á við þau verkefni sem bíða mín,“ segir Sandra. Sandra er fimmta konan til að gegna embætti formanns SUF en áður hafa Siv Friðleifsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Ásta Hlín Magnúsdóttir gegnt embætti formanns SUF, að því er segir í fréttatilkynningu.

Sandra Rán útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2013 og meistaragráðu í sjálfbærniverkfræði frá Háskólanum í Cambridge 2015. Hún starfar í dag sem verkfræðingur.

Sandra er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði en hefur búið í Reykjavík og erlendis frá 2010. Hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan SUF síðustu ár, verið ritari, gjaldkeri og formaður alþjóðanefndar. Hún hefur sótt viðburði erlendis fyrir sambandið og er varaformaður Ungliðahreyfingar norrænna miðjuflokka (NCF). Þá á hún sæti í miðstjórn og hefur verið á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu tveimur þingkosningum.

Aðrir sem voru kosnir í aðalstjórn SUF á nýliðnu þingi eru:

Páll Marís Pálsson

Guðmundur Hákon Hermannsson

Fjóla Hrund Björnsdóttir

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Hinrik Bergsson

Róbert Smári Gunnarsson

Snorri Eldjárn Hauksson

Tanja Rún Kristmannsdóttir

Bjarni Dagur Þórðarson

Gauti Geirsson

Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir

Marta Mirjam Kristinsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert