Samruni raskar ekki markaði

Límtré Vírnet keypti allt hlutafé í fyrirtækinu Bindir og Stál.
Límtré Vírnet keypti allt hlutafé í fyrirtækinu Bindir og Stál. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að kaup Límtrés Vírnets ehf. á öllu hlutafé í fyrirtækinu Bindir og Stál ehf. hindri ekki virka samkeppni á markaði í skilningi samkeppnislaga.

Samkeppniseftirlitinu var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Límtrés Vírnets ehf. hinn 6. janúar 2017. Kaupin voru talin samruni og gerði Samkeppniseftirlitið mat á lögmæti samrunans með tilliti til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur áhrif á samkeppnisstöðu hins sameinaða fyrirtækis.

Samkeppniseftirlitið taldi ljóst að mikill munur væri á umræddum vörum hjá fyrirtækjunum tveimur. Tekið var fram að ekkert af því sem fyrirtækið Bindir og Stál ehf. býður upp á hefur verið framleitt eða selt af hálfu Límtrés Vírnets ehf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert