Sex alvarleg slys á síðustu 10 árum

mbl.is

Frá árinu 2007 til 2016 hafa orðið sex alvarleg slys á um fimm kílómetra kafla á Reykjanesbrautinni sem nær frá tvöföldun og rétt austur fyrir Krýsuvíkurgatnamótin. Á þessum vegkafla er ein akrein í hvora átt. Alls hafa slys og óhöpp verið 131 á þessu tíu ára tímabili, samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. 

Af þeim 28 slysum, sem flokkast alvarleg eða slys með litlum meiðslum, áttu sjö þeirra sér stað á gatnamótunum við Krýsuvík. 

Á þessum tíu árum voru flest slys og óhöpp árið 2015, alls 25 talsins og þar af eitt alvarlegt. Árið áður höfðu aldrei jafnfá slys og óhöpp orðið á þessum vegkafla en þau voru sjö talsins. Á síðasta ári voru óhöpp og slys alls 19 talsins, þar af 18 óhöpp án meiðsla og eitt slys með litlum meiðslum. 

Banaslys varð á þessum vegkafla í morgun þegar jeppi og fólksbíll skullu saman.  

Í dag var opnað fyrir útboð mis­lægra gatna­móta Reykja­nes­braut­ar og Krýsu­vík­ur­veg­ar. Fjár­veit­ing vegna verk­efn­is­ins er um 800 millj­ónir króna. Verkið á að vinn­ast í sum­ar og eru áætluð verklok í nóv­em­ber á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert