Leið eins og glæpamanni við að vera vísað úr vélinni

Miah segist hafa upplifað sig eins og glæpamann við það …
Miah segist hafa upplifað sig eins og glæpamann við það að vera vísað úr vélinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Múslimski kenn­arinn frá Wales sem vísað var úr flug­vél á Kefla­vík­ur­flug­velli í síðustu viku segir að sér hafi liði eins og glæpamanni við að vera vísað frá borði. Guardian fjallar um nöturlega  upplifun hans af brottvísuninni í dag.

Maður­inn, sem heit­ir Ju­hel Miah, milli­lenti hér á landi með nem­end­um sín­um og sam­starfs­mönn­um frá skól­an­um Llangatwg í Aber­dula­is á leið hópsins til New York.

Miah segist hafa upplifað sig eins og glæpamann við það að vera vísað úr vélinni og að málið hafi líka valdið nemendum og samstarfsmönnum sínum miklu uppnámi. Þeir héldu þó áfram ferð sinni.

Er hann kom aftur inn í flugstöðina var honum sagt að hann hefði verið valinn í „handahófskennda öryggisleit“ eftir að vegabréf hans hafði verið skoðað.

Því næst fór kona með hann inn í herbergi. [Hún] „lét mig standa upp á stól, fara úr skónum, jakkanum. Hún skoðaði undir iljarnar á mér og náði í tusku til að bursta yfir hendur mínar og tösku, fötin mín og skólapeysuna. Að því loknu leyfði hún mér að fara,“ sagði Miah og kvað leitina hafa tekið um fimm mínútur. 5-6 manns hefðu verið í herberginu og tveir hefðu leitað á honum.

Því næst var farið með hann á hótel.  „Ég beið í tvo tíma eftir herbergi. Það var hræðilegt. Það voru göt í lakinu, skítugur poki undir rúmi og ljósið virkaði ekki, heldur bara lampinn,“ segir hann.

„Rafhlaðan í símanum mínum var að klárast þannig að ég tók upp ferðatöskuna mína. Þá fattaði ég að lásinn á henni var horfinn. Ég var svo vænisjúkur, ég var svo hræddur að ég hvorki svaf né borðaði í tvo daga á eftir.“

Skólinn bókaði flug  fyrir hann aftur til Bretlands þar sem sveitarstjórnaryfirvöld í Neath Port Talbot hafa skrifað bandaríska sendiráðinu í London og krafist skýringar. Þá hafa velskir stjórnmálamenn einnig tekið málið til umfjöllunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert