Til vinnu eftir „langt og leiðinlegt stopp“

Fyrsta skipið á landsvísu til að landa loðnu í gær …
Fyrsta skipið á landsvísu til að landa loðnu í gær var Kap VE-4, en í fyrsta kasti komu 500 tonn. Skipið kom í höfn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

„Nú verður allt venjulegt á nýjan leik – bærinn lifnar við og allir mæta til vinnu eftir langt og leiðinlegt stopp,“ segir Arnar G. Hjaltalín, formaður og framkvæmdastjóri Drífanda í Vestmannaeyjum.

„Það voru allir orðnir hundleiðir á þessu ástandi, en fyrstu menn mættu hins vegar til vinnu um helgina síðustu þegar norskur bátur kom með loðnu,“ segir Arnar G. í Morgunblaðinu í dag og bætir við að nú sé landverkafólk allt komið á launaskrá aftur. „Hjólin eru farin að snúast.“

Þegar fyrir lá í fyrrakvöld að sjómenn höfðu samþykkt samning í atkvæðagreiðslu héldu skip Síldarvinnslunnar til veiða hvert af öðru og lá mörgum mikið á. Börkur og Beitir héldu til loðnuveiða strax upp úr klukkan 22 og um svipað leyti hélt Bjarni Ólafsson á loðnu. Ísfisktogararnir Vestmannaey og Bergey losuðu landfestar upp úr klukkan 23, Gullver um miðnætti og Barði um klukkan 1 um nóttina.

Í gærmorgun voru svo strax farnar að berast aflafregnir af loðnuskipunum. Þannig fékk Börkur 600 tonn í fyrsta kasti og Beitir um 1.000 tonn, en þeir héldu til veiða grunnt vestur af Hornafirði. Þá hélt Polar Amaroq til hafnar í Neskaupstað með um 500 tonn af loðnu, að því er fram kemur í umfjöllun um lífið eftir sjómannaverkfallið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert