Einstaka leiðir ófærar

mbl.is/Styrmir Kári

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Suðurlandi. 

Einstaka leiðir eru ófærar eða þungfærar á Norðausturlandi, Aust- og Vestfjörðum en á Suður- og Vesturlandi er hálka á flestum leiðum. Hvasst verður á Austur- og Norðurlandi í dag en búast má við stormi á föstudagskvöldið.

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir  er á flestum leiðum á Suðurlandi. Hálka eða hálkublettir er á Vesturlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Þungfært er úr Bjarnarfirði á Ströndum norður í Árneshrepp.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Norðurlandi og eitthvað um éljagang. Ófært er á Hólasandi.

Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Hálkublettir eru víða með Suðausturströndinni.

„Ákveðin suðaustanátt verður á landinu í dag og á morgun með éljaveðri í flestum landshlutum. Hvassast verður norðan- og austanlands. Vægt frost víðast hvar, en sums staðar frostlaust við sjóinn, einkum sunnan til.

Vaxandi vindur og hlýnar smám saman á föstudag, búast má við stormi um allt land á föstudagskvöld með talsverðri slyddu eða rigningu um landið sunnanvert, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert