Kannabisræktendur í fangelsi

Kannabisplöntur voru gerðar upptækar.
Kannabisplöntur voru gerðar upptækar. mbl.is/Kristinn

Tvennt var dæmt í fjögurra og sex mánaða fangelsi hvort um sig fyrir fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kannabisplöntur fundust á heimili þeirra beggja og þar til gerður búnaður til ræktunar sem lögreglan lagið hald á.

Maðurinn sem hlaut fjögurra mánaða fangelsi er fæddur árið 1990 og á sakaferil að baki. 51 kannabisplanta fannst á heimili hans og 150,88 grömm af marijúana. Hann játaði brot sitt skýlaust. Honum er einnig gert að greiða rúmar 300 þúsund krónur í sakarkostnað. 

Konan er fædd árið 1962 og hefur ekki áður gerst sek um refsivert brot en hún hlaut sex mánaða fangelsisdóm. Á heimili hennar fundust 133 kannabisplöntur og búnaður til ræktunar sem hald var lagt á. Hún þarf að greiða rúmar 400 þúsund krónur í sakarkostnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert