Búist við lokunum á mörgum vegum

Búast má við því að margir vegir verði lokaðir á …
Búast má við því að margir vegir verði lokaðir á morgun vegna ófærðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samkvæmt veðurspá kl. 18 í dag má búast við að færð spillist mjög víða á morgun og ekkert ferðaveður verði á landinu. Búast má við lokunum á mörgum vegum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búast megi við lokunum á eftirtöldum vegum:

09.00-18.00 Eyjaföll og Hellisheiði.

11.00-18.00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

12.00-17.00 Reykjanesbraut.

12.00-18.00 Kjalarnes og Hafnarfjall.

15.00-21.00 Holtavörðuheiði og Brattabrekka.

16.00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð.

Björgunarsveitarmenn reyna að losa bíl sem er fastur í snjó.
Björgunarsveitarmenn reyna að losa bíl sem er fastur í snjó. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ábendingar frá veðurfræðingi kl. 16.40

„Í fyrramálið er reiknað með snjókomu á Hellisheiði og Mosfellsheiði.  Kóf og versnandi skyggni á milli kl. 8 og 9. Eins á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Kjalarnesi gæti skafrenningur orðið til vandkvæða fyrir hádegi.  Hvessir austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um og upp úr kl. 11 og fljótlega hviður þar allt að 40-50 m/s í A-áttinni.  Útlit er fyrir að versni á Reykjanesbraut upp úr kl. 13 og þar verði vindur um 25 m/s þvert á, með hviðum allt að 35-40 m/s samfara krapa og vatnsaga. Á Holtavöruheiði og Bröttubrekku gerir síðan hríðarveður um miðjan dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert