Líflegar umræður á íbúafundi

Mætingin á fundinn var góð.
Mætingin á fundinn var góð. Ljósmynd/Aðsend

Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í Gerðubergi vegna uppbyggingar í Breiðholti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðu mála og svaraði spurningum að því loknu.

Að sögn Guðrúnar Eiríksdóttur, gjaldkera íbúasamtakanna Betra Breiðholts, kynnti Dagur þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á svæðinu, þar á meðal flutning fyrirtækisins Heklu yfir í nýtt húsnæði í Suður-Mjódd.

Breytingar eru í vændum í Breiðholtinu.
Breytingar eru í vændum í Breiðholtinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Guðrún segir að líflegar umræður hafi verið á fundinum  Meðal annars hafi eldri borgarar, sem vilja minnka við sig húsnæði, rætt um að ekki væri mikið í boði fyrir þá.

Hún bætir við að eldri borgarar hafi verið í meirihluta á fundinum. Lítið hafi verið um yngra fólk.

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greint var frá því að deiluskipulag fyrir Stekkjarbakka verði  tilbúið í apríl og þá verður hægt að gera athugasemdir við það.

Guðrún nefndi einnig að Reykjavíkurborg þurfi að kynna áformin enn betur fyrir íbúum Breiðholts. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert