Fiskistofa opnar tilboðsmarkað með loðnu

iÞegar tilkynnt var að kvótinn yrði 196.075 tonn á vertíðinni …
iÞegar tilkynnt var að kvótinn yrði 196.075 tonn á vertíðinni var tekið fram að 5,3% aflans yrði úthlutað á skiptimarkaði, lögum samkvæmt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fiskistofa opnaði í gærmorgun tilboðsmarkað með loðnu. Í boði er loðna í skiptum fyrir aflamark í þorski. Fram kemur í auglýsingu að við mat tilboða sé stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar.

Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 186,98 kr./kg. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð. Frestur til að skila tilboðum er til kl. 16:00 þriðjudaginn 28. febrúar næstkomandi.

Fram kemur í auglýsingu Fiskistofu að í boði séu 9.747 tonn af loðnu í skiptum fyrir aflamark í þorski. Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu.

Þegar atvinnuvegaráðuneytið tilkynnti á dögunum að loðnuafli Íslendinga yrði 196.075 tonn á vertíðinni var tekið fram að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða yrði 5,3% aflans úthlutað á skiptimarkaði.

Loðnuveiðar íslensku skipanna hafa farið vel af stað eftir verkfallið.

Í yfirliti á vef Fiskistofu í gær má sjá að 20 skip skipta á milli sín alls 186.328 tonnum af loðnu.

Beitir NK með mesta kvótann

Samkvæmt yfirlitinu er Beitir NK með mestan kvóta, 17.731 tonn, Venus NS kemur næst með 17.339 tonn, Víkingur AK er með 16.083 tonn, Börkur NK með 14.840 tonn, Sigurður VE 14.371 tonn og Vilhelm Þorsteinsson 14.197 tonn. Minnstu úthlutun fékk Suðurey ÞH, eða 929 tonn. Á yfirlitinu má sjá að undanfarna daga hafa aflaheimildir í nokkrum mæli verið fluttar milli skipa. Þannig voru 2.876 tonn flutt frá Vilhelm til Beitis.

„Ofangreindar aflatölur eru gefnar upp með fyrirvara um breytingar, s.s. eftir að þær hafa verið bornar saman við ráðstöfunarskýrslur fiskkaupenda,“ segir m.a. á vef Fiskistofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert