Aðgerðahópur vegna húsnæðismála

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum innan …
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum innan fárra vikna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Settur verður á fót aðgerðahópur á vegum fjögurra ráðherra sem gera á tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða.

Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra þessa efnis á fundi sínum í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Að hópnum munu  standa ráðherrar félags- og jafnréttismála, fjármála- og efnahags umhverfismála og samgöngumála. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum innan fárra vikna en honum er ætlað að skoða eftirfarandi þætti:

  • Aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við mat á væntri eftirspurn íbúðarhúsnæðis og hvernig sveitarfélög tryggi nægjanlegt framboð lóða.
  • Umbætur í skipulagslöggjöf til að einfalda þéttingu byggðar.
  • Athugun á verðlagningu lóða og álagningu gatnagerðargjalda með það í huga hvort núverandi fyrirkomulag hindri með einhverjum hætti byggingu lítilla íbúða.
  • Athugun á núgildandi byggingarreglugerð með einföldun gagnvart byggingu minni og hagkvæmra íbúða í huga.
  • Úttekt á stuðningi stjórnvalda til húsnæðiskaupa/leigu með hliðsjón af þörfum fyrstu kaupenda/leigjenda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert