Bíræfinn þjófur við Perluna

Erlent par sem var sofandi í bíl á bílastæði við Perluna um tvöleytið í nótt vaknaði upp við vondan draum þegar rúða í bílnum var brotin og maður teygir sig í aftursætið og tekur myndavél sem er metin á 600 þúsund og hefur á brott með sér.

Maðurinn braut hliðarrúðuna ökumannsmegin og var myndavélin í myndavélatösku. Sá sem stal vélinni var á bifreið og ók á brott eftir að hafa stolið vélinni úr bíl parsins.

Ferðamennirnir eru að fara frá Íslandi á laugardaginn eftir 11 daga ferðalag um landið. Myndavélin er ótryggð og þau eru með 350.000 króna sjálfsábyrgð á bílaleigubifreiðinni þannig að tjón þeirra er töluvert en að sögn lögreglu finnst þeim verst að hafa misst allar ljósmyndirnar úr ferðinni sem geymdar voru í myndavélinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert