Fjölmörg dæmi um þátttökuleysi

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldamörg dæmi eru um það að stjórnmálaflokkar hafi ekki tekið þátt í sérstökum umræðum á Alþingi á undanförnum sex árum. Þetta sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Vísaði hann í úttekt skrifstofu Alþingis í þessum efnum en tilefnið var umræða í þinginu á miðvikudaginn þar sem þingmenn úr röðum stjórnarandstæðinga gagnrýndu harðlega þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir að hafa ekki tekið þátt í tveimur sérstökum umræðum sem fram fóru daginn áður að frumkvæði stjórnarandstæðinga.

Frétt mbl.is: Furðulegasta fýlubomban

„Það er auðvitað misjafnt eftir flokkum en það kemur hins vegar í ljós í þeirri samantekt að það er ekki rétt sem hér var haldið stíft fram af hálfu ýmissa háttvirtra þingmanna í þeirri umræðu, að algjörlega óþekkt væri að flokkar létu sig vanta í sérstaka umræðu þegar upp á hana væri boðið. Þessi listi, ég ætla ekki að rekja hann, leiðir í ljós að um þetta eru fjöldamörg dæmi,“ sagði Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert