Hellis- og Holtavörðuheiði greiðar

Greiðfært er á Heillisheiði og Holtavörðuheiði.
Greiðfært er á Heillisheiði og Holtavörðuheiði. mbl.is/Árni Sæberg

Hellisheiði og Holtavörðuheiði voru opnaðar á sjöunda tímanum í kvöld. Á Hellisheiði eru hálkublettir en hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Veg­ur­inn frá Kirkju­bæj­arklaustri að Jök­uls­ár­lóni er enn lokaður. Það sama á við um veginn um Fjarðar­heiði og Oddsk­arð. Einnig er veg­ur­inn um Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi og Vopna­fjarðar­heiði lokaður. 

Greiðfært er um Sandskeið og Þrengsli. Eitthvað er um hálkubletti, snjóþekju eða krapa á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Vesturlandi en hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálka, hálkublettir, snjóþekja, og éljagangur er á Norðurlandi og sumstaðar snjókoma og jafnvel skafrenningur. Ófært er á Hólasandi, lokað er um Mývatnsöræfi og Hófaskarð, segir á vef Vegagerðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert