Seldi þrjár húfur á 100 þúsund

Þorsteinn Guðmundsson stjórnaði uppboðinu.
Þorsteinn Guðmundsson stjórnaði uppboðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Húfurnar seldust á 100 þúsund krónur,“ segir Hanna Eiríksdóttir, herferðarstýra UN Women á Íslandi, um uppboð á þremur nokkuð sérstökum Fokk ofbeldi húfum.

„Við höfum verið með um þrjú þúsund almennar húfur í sölu og þær hafa runnið út eins og heitar lummur en við brugðum svo á það ráð að fá hönnuðina Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuð Geysis, Hildi Yeoman fatahönnuð og myndlistarkonuna Elínu Hansdóttur til að hanna sérstaka útgáfu af húfunni og gerði hver og ein sína útgáfu af alkunnri snilld.“

Fokk ofbeldi er samstarfsverkefni UN Women á Íslandi á Vodafone og rennur allur ágóði af húfusölunni í verkefni tengd baráttu gegn ofbeldi á konum í heiminum. Þorsteinn Guðmundsson stjórnaði uppboðinu í verslun Vodafone í Kringlunni og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór tók tvö lög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert