„Veturinn ræður nú ríkjum“

Í kvöld kemur smálægð upp að suðurströndinni og fer þá …
Í kvöld kemur smálægð upp að suðurströndinni og fer þá að að snjóa sunnan og vestan til. mbl.is/Árni Sæberg

„Veturinn ræður nú ríkjum, eins og vænta má af almanakinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í dag gengur á með allhvössum útsynningi og éljum sunnan- og vestanlands. Vindar verða þó hægari á Norður- og Austurlandi og léttir smám saman til þar.

Í kvöld kemur smálægð upp að suðurströndinni og fer þá að að snjóa sunnan og vestan til.

Á morgun leggst hann í ákveðna austanátt og snjóar þá víða, en lægir smám saman og rofar til á Suður- og Vesturlandi.

Eftir helgi er síðan spáð norðanáttum með tilheyrandi ofankomu fyrir norðan og austan og kólnandi veðri. Á Suður- og Vesturlandi verður þó víða bjartviðri, en vetrarlegt um að litast.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert