Vildi slást við lögreglu

mbl.is/Þórður

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópslagsmál fyrir utan skemmtistað í Breiðholti rétt eftir miðnætti. Lögreglumenn náðu þó fljótlega að róa mannskapinn.

Einn maður var aftur á móti handtekinn því hann neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu og vildi slást við lögregluna. Hann var því vistaður í fangageymslu. 

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn þeirra varð valdur að umferðaróhappi á fjórða tímanum í nótt þar sem tvö ökutæki rákust saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert