Vilja birta niðurstöður PISA

Margir skólastjórar vilji fá niðurstöðurnar fyrir sinn skóla.
Margir skólastjórar vilji fá niðurstöðurnar fyrir sinn skóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar felldi tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, um að niðurstöður síðustu PISA-könnunar verði sundurgreindar og sendar stjórnendum skóla borgarinnar.

„Við búum við þá sérstöðu að öll börn taka þessa könnun og við eigum að nýta okkur það til að efla og bæta skólastarf í borginni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag.

Í rökstuðningi meirihlutans segir að prófið skili meðaltölum fyrir einstaka skóla sem séu skv. umsögn Menntamálastofnunar afar ónákvæm og vart marktæk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert