Almenningssamgöngur aðskildar frá umferð

Það er seinna tíma vandamál að velja hvort notaðar verða …
Það er seinna tíma vandamál að velja hvort notaðar verða léttlestir eða hraðvagnar í borgarlínuna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt og sent sveitarfélögunum verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi til að gera ráð fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna, svokallaðri borgarlínu.

Samhliða er gerð sameiginleg verkefnalýsing fyrir breytingar á aðalskipulagi í öllum sveitarfélögunum, þar sem lega línunnar er nánar útfærð.

Nefndin óskar eftir því að sveitarfélögin komi hefji skipulagsvinnuna strax, þannig að hægt verði að ljúka henni á árinu, í samræmi við samkomulag þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), segir meginatriðið í þessari vinnu að skilgreina stofnleiðir almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og aðgreina þær eins mikið frá almennri umferð og unnt er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert