Biður fólk um að rýma flóttaleiðir

Mikill snjór getur valdið því að erfitt er fyrir viðbragðsaðila …
Mikill snjór getur valdið því að erfitt er fyrir viðbragðsaðila að komast að húsum. mbl.is/RAX

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður íbúa höfuðborgarsvæðisins að tryggja gott aðgengi að byggingum og rýma flóttaleiðir í kjölfar þess fannfergis sem féll um helgina. Getur mikið snjófargan valdið því að erfitt sé fyrir viðbragðsaðila að komast að húsum.

Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að snjórinn geti verið varasamur og valdið hættu ef hann fellur af húsþökum, lokar fyrir flóttaleiðir eða hindrar för sjúkra- og slökkvibifreiða. „Ef allir leggja sitt af mörkum með því að moka frá byggingum og rýma flóttaleiðir í sínu nærumhverfi greiða þeir leið viðbragðsaðila og tryggja um leið eigið öryggi,“ segir í tilkynningunni.

Snjóhengjur sem kunna að vera á húsþökum geta reynst hættulegar …
Snjóhengjur sem kunna að vera á húsþökum geta reynst hættulegar og lokað fyrir flóttaleiðir. Mynd/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert