Hálka og skafrenningur víða

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er við Ingólfsfjall.

Vestanlands er víða hálka eða hálkublettir og sums staðar skafrenningur en á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og víða einhver skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Þröskuldum.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Norðurlandi vestra. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og víða éljagangur og skafrenningur.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austurlandi, él og skafrenningur á flestum fjallvegum. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Það er að mestu greiðfært með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert