Þúsund lítrar af baunasúpu

Landsmenn reyna að sprengja sig í dag.
Landsmenn reyna að sprengja sig í dag. mbl.is/Golli

Þetta er skemmtileg hefð og það er röð út úr dyrum hjá okkur allan daginn,“ segir Guðríður María Jóhannesdóttir hjá Múlakaffi en fjölmargir leggja leið sína þangað til að gæða sér á saltkjöti og baunum í tilefni dagsins.

„Það er allt á fleyigiferð hérna,“ segir Guðríður en blaðamaður hringdi í hana rétt áður en hádegisösin byrjaði. Hún bjóst við því að um 500 manns kæmu í mat þangað í hádeginu.

„Það er fyrir utan allt sem við sendum út úr húsi. Það koma fleiri í kvöld en þá verða svona 700-800 manns,“ segir Guðríður og bætir við að dagurinn í dag og skötuveislan á Þorláksmessu séu tveir stærstu dagar ársins.

Múlakaffi vinnur eitt og hálft tonn af saltkjöti í dag og eldar um þúsund lítra af súpu. Guðríður segir vinsældir þessarar aldagömlu hefðar ekki vera að dvína. „Manni finnst stemningin vera að aukast ef eitthvað er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert