Fyrirhugaðar reglur um rafrettur íþyngjandi

Wikipedia

Félag atvinnurekenda telur drög að frumvarpi Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafrettur séu illa undirbúin og rökstudd. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þar segir enn fremur að félagið telji skorta rök fyrir því mikla inngripi í athafnafrelsi fólks sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum og að rafrettur og áfyllingarílát séu sýnileg í verslunum.

Félag atvinnurekenda telur að frumvarpið feli í sér íþyngjandi innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hins vegar sé ógerningur að vita að hve miklu leyti frumvarpið byggir á reglum frá sambandinu þar sem engin greinargerð fylgi með því. Greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum sé ábótavant.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Félagið bendir á að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur og skaðsemi eða skaðleysi þeirra. Þar með talið á meðal lækna. Enn fremur að frumvarpinu fylgi ekkert mat ráðuneytisins á rannsóknum og álitum læknasamfélagsins. Þá er farið fram á að veittur verði mun lengri aðlögunartími verði frumvarpið að lögum en gert sé ráð fyrir í drögunum.

Félagið fagnar því hins vegar að settur sé lagarammi um rafsígarettur hvað varðar öryggi, gæði og upplýsingar fyrir neytendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert