Geta greitt út allt að 70 milljarða

Eiginfjárstaða Arion banka er sterk.
Eiginfjárstaða Arion banka er sterk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eigendur Arion banka geta á grundvelli endurskipulagningar á fjármagnsskipan bankans greitt allt að 70 milljarða króna út í formi arðs. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir og nam ríflega 211 milljörðum um nýliðin áramót en eiginfjárhlutfallið stóð í 27,1%.

Hins vegar standa eiginfjárkröfur þær sem stjórnvöld gera á hendur bankanum í 20,7% og því má hæglega lækka eigið fé til samræmis við það. Auk þess er bankanum heimilt að gefa út víkjandi skuldabréf til að mæta nokkrum hluta eiginfjárkröfunnar.

Þannig sýndu forsvarsmenn bankans fram á það í kynningu sem fylgdi ársuppgjöri síðasta árs að hagstæð samsetning eiginfjár gæti falist í að hlutfall hefðbundins eigin fjár stæði í 16,8% en aðrir hlutar þess í 5,4%. Fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag, að verulegar líkur séu á því að í kjölfar þeirra eignarhaldsbreytinga sem urðu á bankanum um nýliðna helgi verði eigið fé hans lækkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert