Hafa áhyggjur vegna fjölgunar sjúklinga

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn læknaráð Landspítala segist lýsa yfir áhyggjum af húsnæðismálum Landspítalans og því umhverfi sem starfsfólki og sjúklingum Landspítalans er boðið upp á. Segir stjórnin að viðvarandi húsnæðisþrengsli og mikið álag hafi ríkt lungann af síðustu tveimur árum og ekki sjái fyrir endann á því.

Í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu alls staðar í heilbrigðiskerfinu telur læknaráð að grípa verði til þjóðarátaks svo unnt verði að leysa vandann markvissari skipulagsvinnu innan heilbrigðiskerfisins í heild sinni ásamt auknum fjárveitingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá læknaráðinu.

Bent er á að áætlað sé að taka í notkun nýtt húsnæði undir alla rannsóknarstarfsemi Landspítalans árið 2023, en það sé of langur biðtími. Hvetur læknaráð til þess að skipulagsvinnu, áætlunum, útboðum og framkvæmdum verði flýtt eins og kostur er. Niðurstaða síðustu skoðunar á rannsóknarhúsum Landspítalans kalli jafnframt á skjót viðbrögð og auknar fjárveitingar til viðhalds og endurnýjunar á gömlu og úr sér gengnu húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert