Kanna hugsanleg tengsl mergæxla og stóriðju

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Sigurður Bogi Sævarsson

Möguleiki er á því að stóriðja á Akranesi eigi þátt í því að fleiri greinist með mergæxli þar en annars staðar á landinu. Stóriðjan er meðal þeirra umhverfisþátta sem sérstaklega verða athugaðir í almennri rannsókn Háskóla Íslands á mergæxlum sem Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum, fer fyrir.

Fyrstu niðurstöður úr skimunarhluta verkefnisins, Blóðskimun til bjargar, benda til þess að um 5,2% Íslendinga hafi forstig mergæxlis.

„Við vitum að á Akranesi hafa fleiri greinst með mergæxli undanfarin ár, en við höfum ekki enn niðurstöður úr skimun á Akranesi,“ segir Sigurður Yngvi í Morgunblaðinu í dag, en hann segir að von sé á þeim niðurstöðum á næstu vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert