Kosningaréttur skuli rýmkaður

Viðreisn vill auka vægi erlendra ríkisborgara.
Viðreisn vill auka vægi erlendra ríkisborgara. mbl.is/Golli

Þingflokkur Viðreisnar lagði í gær fram lagafrumvarp um kosningarétt erlendra ríkisborgara til sveitarstjórna.

Í tilkynningu frá þingmönnum flokksins segir að rétt þyki að gefa erlendum ríkisborgurum, sem telji nú um 8% allra íbúa landsins, aukið vægi þegar komi að ákvörðunum sem varði nærumhverfi þeirra.

Frumvarpið felur í sér að danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar auk ríkisborgara Evrópusambandsins og EFTA-ríkja fái kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum að uppfylltum þeim skilyrðum að þeir eigi lögheimili hér á landi og að þeir hafi náð 18 ára aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert