Innanlandsflug hafið á ný

Flestar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á áætlun.
Flestar ferðir Flugfélags Íslands eru nú á áætlun. mbl.is/Hjörtur

Innanlandsflug er hafið á ný eftir að hafa legið niðri í morgun vegna veðurs. Flestar ferðir Flugfélags Íslands frá Reykjavík eru á áætlun fyrir utan 1 og hálfs tíma seinkun á ferð félagsins til Akureyrar og þá hefur ferð til Ísafjarðar verið aflýst.

„Það er veðrið sem er yfir land­inu í dag sem ger­ir það að verk­um að við erum ekki að ná að fljúga inn­an­lands,“ sagði Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­félags Íslands í samtali við mbl.is í morgun. Staðan var athuguð að nýju klukkan 12:15 og síðan þá hafa tvær vélar lagt af stað til Grænlands og svo á ein til Egilsstaða að fara í loftið núna klukkan 14:40.

Ferð Flugfélags Íslands til Akureyrar klukkan 16:10 er á áætlun sem og ferð til Egilsstaða klukkan 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert