Rekstrarumhverfið sagt vera óþolandi

Hörð gagnrýni kom fram á Isavia á fundi á Akureyri …
Hörð gagnrýni kom fram á Isavia á fundi á Akureyri um málefni ferðaþjónustunnar á miðvikudag og mikið kvartað undan samráðsleysi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsbanki stóð fyrir fundi í Hofi á Akureyri í vikunni um málefni ferðaþjónustunnar.

Hörð gagnrýni kom fram í máli fundarmanna á Isavia, ekki síst fyrir samráðsleysi við ferðaþjónustuna, einkum úti á landi. Var Isavia lýst sem ríki í ríkinu.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar, segir í Morgunblaðinu í dag að rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki sem leigi aðstöðu á Keflavíkurflugvelli sé óþolandi. Hann telur að Isavia gæti stýrt ákveðinni flugumferð út á land ef vilji væri fyrir hendi og þannig dregið úr álagstoppum í Keflavík, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert