Börn og hundar léku listir sínar

Dagur ungmennadeildar Hundaræktunarfélags Íslands, HRFÍ, var haldinn hátíðlegur í dag. Þá sýndu börnin hundana sína sem léku listir sínar fyrir áhorfendur á Korputorgi. Keppt var í nokkrum flokkum en í þeim yngsta voru börn á aldrinum þriggja til fimm ára og í þeim elsta voru keppendur á aldrinum þrettán til sautján ára. Þá var einnig keppt í tveimur flokkum fullorðinna.

Sjón er sögu ríkari en á meðfylgjandi myndum má sjá krakkana og hvuttana leika listir sínar, ræða málin og njóta dagsins með sínum loðnu og mjúku vinum. Fleiri myndum má fletta efst í fréttinni.

Ungir krakkar sýna hunda sína á Korputorgi.
Ungir krakkar sýna hunda sína á Korputorgi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ungir krakkar sýna hunda sína á Korputorgi.
Ungir krakkar sýna hunda sína á Korputorgi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert